Í síðustu viku var skrifað undir þjónustusamning milli Umf. Selfoss og Sveitarfélagsins Árborgar. Um er að ræða eins árs framlengingu á áður gildandi samningi.
Í samningnum er lýst yfir vilja beggja aðila til að styðja enn betur við afreksfólk Selfyssinga sem fer ört fjölgandi upp úr barna- og unglingastarfi deilda félagsins.
Undirritunin fór fram í nýjum fundarsal í Tíbrá, félagsheimili og þjónustumiðstöð Umf. Selfoss en töluverðar breytingar hafa verið gerðar á húsnæðinu til að mæta betur vaxandi þörf á skrifsstofu- og félagsaðstöðu.