Árborg skoraði þrjú í seinni hálfleik

Guðmundur Garðar Sigfússon skoraði fyrir Árborg. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Árborg vann mikilvægan sigur á Mídasi í A-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu í kvöld þegar liðin mættust á Víkingsvelli.

Fyrri hálfleikurinn var markalaus en Árborg skoraði þrjú mörk í seinni hálfleik og sigraði 0-3.

Fyrsta markið kom strax á 3. mínútu seinni hálfleiks og var það sjálfsmark Mídasarmanna. Guðmundur Garðar Sigfússon bætti við öðru marki Árborgar á 75. mínútu og tveimur mínútum fyrir leikslok tryggði Kristinn Sölvi Sigurgeirsson Árborg endanlega sigurinn.

Árborg er í 2. sæti A-riðilsins með 19 stig þegar níu umferðum er lokið. Mídas er í næst neðsta sæti með 6 stig.

Fyrri greinGlæsileg mörk og Selfoss upp í 2. sætið
Næsta greinSólvellir fá framkvæmdastyrk