
Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar samþykkti á síðasta fundi sínum að verða við styrkbeiðni frá Handknattleikssambandi Íslands vegna heimsmeistaramótsins í handknattleik.
Mótið fer fram þessa dagana í Egyptalandi.
Nefndin óskaði landsliðinu velfarnaðar og samþykkti styrkbeiðnina, enda rúmaðist hún innan fjárhagsáætlunar. Ekki kemur fram í fundargerð hversu hár styrkurinn er, en samkvæmt heimildum sunnlenska.is hljóðar hann upp á tíuþúsund krónur.