Árborg styrkir HSÍ vegna HM

Selfyssingar á HM (f.v.) Bjarki Már, Janus Daði, Elvar Örn, Ómar Ingi og Jón Birgir Guðmundsson, sjúkraþjálfari. Ljósmynd/Selfoss Handbolti

Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar samþykkti á síðasta fundi sínum að verða við styrkbeiðni frá Handknattleikssambandi Íslands vegna heimsmeistaramótsins í handknattleik.

Mótið fer fram þessa dagana í Egyptalandi.

Nefndin óskaði landsliðinu velfarnaðar og samþykkti styrkbeiðnina, enda rúmaðist hún innan fjárhagsáætlunar. Ekki kemur fram í fundargerð hversu hár styrkurinn er, en samkvæmt heimildum sunnlenska.is hljóðar hann upp á tíuþúsund krónur.

Fyrri greinÞað er bara vesen að vera hávaxinn
Næsta greinFyrri áfanga brúarsmíðinnar lokið