Knattspyrnufélag Árborgar vann góðan sigur á GG á heimavelli í 4. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Bæði lið voru með fullt hús stiga fyrir leikinn.
Árborg réð lögum og lofum í fyrri hálfleik og Magnús Helgi Sigurðsson skoraði tvisvar með tveggja mínútna millibili þegar um tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik, þrátt fyrir álitlegar sóknir Árborgara.
Seinni hálfleikurinn spilaðist svipað og sá fyrri, Árborg var meira með boltann en gekk illa að skapa sér færi. GG menn refsuðu hins vegar með marki úr skyndisókn á 78. mínútu og lokakaflinn var Árborg erfiður en liðið hélt út og fagnaði 2-1 sigri.
Árborg hefur unnið alla sína leiki og er með 9 stig í toppsæti C-riðils.