Árborg tapaði heima

Árborg situr sem fastast á botni 2. deildar karla í knattspyrnu eftir 0-1 tap á heimavelli gegn Aftureldingu í dag.

Afturelding komst yfir á fyrstu mínútum leiksins með marki úr vítaspyrnu. Annars var fyrri hálfleikur steindauður og hvorugu liðinu tókst að skapa sér færi.

Árborg byrjaði betur í seinni hálfleik en tókst ekki að brjóta skipulagða vörn Mosfellinga á bak aftur. Afturelding sótti í sig veðrið á síðustu tuttugu mínútunum en og fengu nokkur hálffæri en besta færi leiksins fékk Árborgarinn Hartmann Antonsson sem skallaði yfir af stuttu færi á lokamínútunum.

Árborg hefur 5 stig á botninum eins og ÍH og bilið er að aukast í liðin þar fyrir ofan.

Fyrri greinAllt gengur vel á Bestu
Næsta greinBrúarsmíð sett í algjöran forgang