Árborg tapaði í Eyjum

Knattspyrnufélag Árborgar gerði ekki góða ferð til Vestmannaeyja í dag þar sem liðið tapaði 2-1 fyrir KFS í 4. deild karla.

Heimamenn voru sterkari í fyrri hálfleik og skoruðu tvö mörk á 20. og 30. mínútu. Í millitíðinni fengu Árborgarar dauðafæri sem markvörður KFS varði vel.

Leikurinn var öllu jafnari í síðari hálfleik en bæði lið fengu sín færi áður en Ársæll Jónsson minnkaði muninn fyrir Árborg í uppbótartíma og lokatölur leiksins urðu 2-1.

Árborg missti Kóngana uppfyrir sig í kvöld og er nú í 6. sæti A-riðils með 13 stig.

Fyrri greinNetaveiðin gengur vel
Næsta greinMalbikað á Selfossi