Árborg upp í 2. deild

Knattspyrnufélag Árborgar mun leika í 2. deild karla í knattspyrnu á næsta keppnistímabili en liðið varð í 3. sæti 3. deildar í sumar. 2. deildarlið Tindastóls og Hvatar hafa sameinast.

Tindastóll og Hvöt hafa ákveðið að senda sameinað lið til keppni í 2. deild karla næsta sumar. Félögin eru bæði í 2. deild og með sameiningunni losnar sæti fyrir Árborg í deildinni. Árborg vann KB í leik um 3. sætið eftir að hafa tapað naumlega fyrir Tindastóli í leikjum um sæti í 2. deild í haust.

Í fréttatilkynningu frá Tindastól/Hvöt segir að aukið samstarf félaganna geti ekki leitt til annars en jákvæðra hluta. Samkvæmt heimildum sunnlenska.is eru Árborgarar hjartanlega sammála því.

Fyrri grein8.500 skrifuðu undir mótmæli
Næsta greinFramtíðarhöfn gæti kostað 70 milljónir