Árborg upp í 3. sætið

Adam Örn Sveinbjörnsson skoraði fyrir Árborg. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Árborg lyfti sér upp í 3. sæti 4. deildar karla í knattspyrnu í kvöld með góðum sigri á Knattspyrnufélagi Hlíðarenda á útivelli.

Leikurinn var markalaus í fyrri hálfleik en strax á 4. mínútu seinni hálfleiks kom Ísak Leó Guðmundsson Árborg yfir eftir hornspyrnu. Tuttugu mínútum síðar endurtóku Árborgarar leikinn og nú var komið að Adam Erni Sveinbjörnssyni að skora. Það reyndist síðasta mark leiksins og Árborg fagnaði 0-2 sigri.

Árborg er nú í 3. sæti deildarinnar með 22 stig, þremur stigum á eftir Tindastóli og fjórum á eftir toppliði Ýmis. KH er í 5. sæti með 19 stig.

Fyrri greinFjölbreytt úrval í nýrri verslun í Sunnumörk
Næsta greinGjaldfrjálsar skólamáltíðir í Hveragerði