Árborg sigraði Augnablik 2-3 í seinni viðureign liðanna í 8-liða úrslitum 4. deildar karla í knattspyrnu þegar liðin mættust í Fagralundi í dag.
Fyrri leik liðanna lauk með 0-2 sigri Augnabliks á Selfossvelli.
Daníel Ingi Birgisson kom Árborg yfir á 15. mínútu en heimamenn jöfnuðu rúmum fimmtán mínútum síðar. Staðan í leikhléi var 1-1.
Seinni hálfleikur var í járnum þar til Árborg komst yfir á 70. mínútu með marki Ísaks Eldjárn Tómassonar. Í stöðunni 1-2 þurfti Árborg bara eitt mark til viðbótar til þess að slá Augnablik úr keppni en tíu mínútum síðar urðu þær vonir að engu þegar Augnablikar jöfnuðu 2-2 úr vítaspyrnu.
Árborgarar voru hins vegar ekki hættir og Hálfdán Helgi Hálfdánarson kom þeim í 2-3 í uppbótartímanum. Það dugði hins vegar ekki til og Augnablik sigraði samanlagt 4-3.