Knattspyrnufélag Árborgar tapaði 6-0 þegar liðið heimsótti Völsung á Húsavík í 2. deild karla í kvöld.
Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í leiknum og komust í 1-0 strax á 9. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Völsungar bættu svo við tveimur mörkum á síðustu þremur mínútum fyrri hálfleiks.
Í síðari hálfleik héldu Völsungar sínu striki og komust í 4-0 á 55. mínútu en tveimur mínútum síðar fékk Erlingur Ingason sitt annað gula spjald og þar með rautt. Liðsmunurinn gagnaðist Árborg lítið og Völsungar bættu við tveimur mörkum á 62. og 90. mínútu.
Þetta er stærsti ósigur Árborgar í deildarkeppni frá upphafi ásamt 7-1 tapi gegn KFS árið 2001.
Árborg er sem fyrr í 11. sæti deildarinnar með 6 stig og þarf að vinna a.m.k. fimm leiki af síðustu sjö ætli þeir að halda sæti sínu í deildinni.