Ari og Hlynur áfram hjá FSU

Bakverðirnir Ari Gylfason og Hlynur Hreinsson skrifuðu í kvöld undir samning um að leika með liði FSU í 1. deild karla í körfubolta á næsta tímabili.

Ekki þarf að fara mörgum orðum um mikilvægi þessa fyrir félagið en þeir „Splash-frændur“ eru meðal bestu bakvarða landsins og örugglega tveir bestu íslensku bakverðirnir sem spila í 1. deildinni á komandi vetri.

Í tilkynningu frá FSU segir að félagið horfi björtum augum fram á veginn, nýr og spennandi þjálfari hefur verið ráðinn til starfa og með þessa tvo leikmenn í leiðtogahlutverkum er ekki annað hægt en að hlakka til haustsins.

Von er á fleiri leikmannaundirskriftum í Iðu á næstunni.

Fyrri greinHótel Rangá fyrsta íslenska hótelið á Google Maps
Næsta greinKveikt í sinu á þremur stöðum á Þingvöllum