Knattspyrnumaðurinn Arilíus Óskarsson hefur ákveðið að taka slaginn með Stokkseyri í sumar.
Arilíus er 22 ára, öflugur framherji og kemur frá Selfossi. Rætur Arilíusar liggja heldur betur til Stokkseyrar en faðir hans er Óskar Arilíusson frá Helgafelli, sem hefur bæði spilað með og þjálfað Stokkseyri.
Í herbúðum Stokkseyringa hittir Arilíus fyrir stóra frænda sinn, goðsögnina og Suðurlandsins einu von, Arilíus Marteinsson.
Arilíus lék sex leiki með Selfyssingum í 2. deildinni í fyrrasumar en þar áður var hann á mála hjá Árborg þar sem hann lék sextán leiki í deild og bikar.