Selfoss heimsótti Ármann í Laugardalshöllina í 1. deild karla í körfubolta í dag. Ármann tók forystuna á lokakaflanum og sigraði 99-86.
Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en Selfyssingar voru skrefinu á undan í 2. leikhluta og leiddu 38-43 í hálfleik.
Í 3. leikhluta fóru Selfyssingar vel af stað en undir lok hans náði Ármann 14-2 áhlaupi og breytti þar stöðunni í 69-63. Þessi kafli hleypti enn meira lífi í Ármenninga sem náðu að halda aftur af öllum áhlaupum Selfyssinga og halda forystunni til leiksloka.
Follie Bogan var stigahæstur Selfyssinga með 29 stig og 8 fráköst en Ísak Júlíus Perdue var framlagshæstur með 22 stig, 9 stoðsendingar og 6 fráköst.
Selfoss er í 10. sæti deildarinnar með 4 stig en Ármann er á toppnum með 14 stig.
Ármann-Selfoss 99-86 (16-18, 22-25, 31-22, 30-21)
Tölfræði Selfoss: Follie Bogan 29/8 fráköst, Ísak Júlíus Perdue 22/6 fráköst/9 stoðsendingar, Vojtéch Novák 15/6 stoðsendingar, Arnór Bjarki Eyþórsson 8/5 fráköst, Skarphéðinn Árni Þorbergsson 7/7 fráköst, Ari Hrannar Bjarmason 3/4 fráköst, Tristan Máni Morthens 2/5 fráköst.