Arnþór Tryggvason, miðherji körfuknattleiksliðs FSu mörg undanfarin ár, er kominn heim aftur og mun leika með uppeldisfélagi sínu það sem eftir lifir keppnistímabilinu.
Arnþór flutti til Reykjavíkur og ákvað í samræmi við það að breyta til í boltanum. Hann vinnur hins vegar enn á Selfossi og því hentar honum betur að taka æfingu í Iðu í lok vinnudags áður en lagt er á Heiðina.
Á heimasíðu FSu segir að Arnþór muni styrkja hið unga FSu-lið mjög, hann verði hálfgerður fornmaður í hópnum, þó aðeins 28 ára gamall, og hækka meðalhæðina sömuleiðis með sínum 200 sm – og bæta verulega úr þeim alvarlega sentimetraskorti sem hrjáð hefur liðið.