Laugavegshlaupið fór fram 15. júlí síðastliðinn en hlaupið er 55 km ofurhlaup milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Um 500 keppendur lögðu af stað úr Landmannalaugum, þar af nokkrir Sunnlendingar.
Arna Ír Gunnarsdóttir setti HSK-met í flokki 45-49 ára en hún lauk hlaupinu á 6:34:06 klst. Hún bætti þar með eigið met, sem hún setti í fyrra um 54 sekúndur.
Að vanda stóðu Frískir Flóamenn og Björgunarfélag Árborgar vaktina í hlaupinu, þjónustuðu hlauparana og hvöttu þá til dáða.