Arnar Helgi og Heiða með landsliðinu til Danmerkur

Arnar Helgi og Heiða. Ljósmynd/Aðsend

Arnar Helgi Arnarsson og Heiða Arnardóttir úr Judofélagi Suðurlands hafa verið valin í íslenska landsliðið í judo og munu keppa á Matsumae Cup í Vejle í Danmörku um næstu helgi.

Í framhaldi af mótinu fara þau svo í æfingabúðir 17.-18. febrúar.

Matsumae Cup er eitt stærsta judomót Norðurlandanna og þar mæta til leiks um 700 keppendur víðsvegar að úr heiminum, meðal annars frá Japan, Bretlandi, Tékklandi, Póllandi, Kanda og öllum Norðurlöndunum. Keppt er á fjórum völlum í tvo daga og munu þetta efnilega judofólk frá Suðurlandi fá góða reynslu á þessu móti.

Fyrri greinTveimur styrkjum úthlutað og Menntaverðlaunin afhent
Næsta greinMargt um manninn á frumsýningu Sigurvilja