Miðjumennirnir Arnar Logi Sveinsson og Ingvi Rafn Óskarsson skrifuðu á dögunum undir samninga við knattspyrnudeild Selfoss.
Arnar Logi, sem er 21 árs, hefur verið lykilmaður í liði Selfoss undanfarin ár en hann framlengdi samning sinn til tveggja ára. Arnar Logi hefur leikið 100 meistaraflokksleiki fyrir Selfoss frá árinu 2015, þar af 71 leik í Inkassodeildinni.
Ingvi Rafn, sem er 25 ára, er uppalinn hjá Selfossi og lék síðast með liðinu árið 2015. Hann hefur spilað 49 leiki fyrir Selfoss en síðustu ár hefur hann leikið með Ægi og Árborg. Ingvi Rafn skrifaði undir eins árs samning við Selfoss.