Hrunamaðurinn Árni Þór Hilmarsson hefur látið af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Hamri af persónulegum ástæðum.
Árni tók við liðinu í vor af Hallgrími Brynjólfssyni. Stjórn körfuknattleiksdeildar þakkar Árna fyrir vel unnin störf þann stutta tíma sem hann var hjá félaginu og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.
Við liðinu tekur Daði Steinn Arnarsson sem er körfuboltafólki í Hveragerði og víðar vel kunnugur og býður stjórnin Daða velkominn til starfa.
Kvennalið Hamars er að spila í Lengjubikarnum þessa dagana og er næsti leikur heimaleikur á fimmtudaginn við Keflavík. Fyrsti leikurinn í Domino’s deildinni er svo 14. október við Íslandsmeistara Snæfells í Frystikistunni.