Árni Steinn íþróttamaður ársins

Sl. sunnudag voru veittar viðurkenningar fyrir tilnefningar til íþróttamanns ársins í Flóahreppi við hátíðlega athöfn í Þingborg. Handboltamaðurinn Árni Steinn Steinþórsson var kjörinn íþróttamaður ársins 2010.

Árni Steinn leikur handbolta með Selfyssingum en hann lék einnig með U20 ára landsliði Íslands á Evrópumeistaramótinu í Slóvakíu sl. sumar.

Auglýst var eftir tillögum en auk Árna Steins voru tilnefnd þau Áslaug Ýr Bragadóttir, handbolti, Birkir Fannar Bragason, handbolti, Guðrún Inga Helgadóttir, glíma, Haraldur Einarsson, frjálsar íþróttir, Ketill Heiðar Hauksson, handbolti, Kristrún Steinþórsdóttir, handbolti, Linda Ósk Þorvaldsdóttir, fimleikar, Ragnheiður Hallgrímsdóttir, hestaíþróttir og Reynir Árnason, blak.

Valnefnd skipuðu formenn ungmennafélaga sveitarfélagsins þau Baldur Gauti Tryggvason, Guðmunda Ólafsdóttir og Stefán Geirsson auk formanns æskulýðs- og íþróttanefndar, Annýar Ingimarsdóttur.

Fyrri greinSelfyssingar fallnir
Næsta greinYfir þúsund vilja kennslu í Sandvíkurskóla