Árni Steinn í úrvalsliðinu

Árni Steinn Steinþórsson. Ljósmynd/Jóhannes Eiríksson

Lið fyrri hlutans í Olís-deildunum í handbolta var kunngjört í sjónvarpsþættinum Seinni bylgjunni í gærkvöldi.

Árni Steinn Steinþórsson er eini leikmaður Selfoss í úrvalsliðinu, í stöðu hægri skyttu.

Besti leikmaðurinn var kjörinn Ásbjörn Friðriksson, leikstjórnandi FH og Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, var kjörinn besti þjálfarinn.

Enginn Selfyssingur er í úrvalsliði kvenna en þar var Íris Björk Símonardóttir, leikmaður Vals, kjörin besti leikmaður fyrri hluta mótsins. Besti þjálfarinn í kvenna flokki var Hrafnhildur Skúladóttir þjálfari ÍBV.

Lið fyrri hluta í Olís-deild karla:
Markvörður: Daníel Freyr Andrésson, Valur
Vinstra horn: Dagur Gautason, KA
Vinstri skytta: Egill Magnússon, Stjarnan
Leikstjórnandi: Ásbjörn Friðriksson, FH
Hægri skytta: Árni Steinn Steinþórsson, Selfoss
Hægra horn: Birgir Már Birgisson, FH
Línmaður: Heimir Óli Heimisson, Haukar

Lið fyrri hluta í Olís-deild kvenna:
Markvörður: Íris Björk Símonardóttir, Valur
Vinstra horn: Turið Arge Samuelsen, Haukar
Vinstri skytta: Martha Hermannsdóttir, KA/Þór
Leikstjórnandi: Ester Óskarsdóttir, ÍBV
Hægri skytta: Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Stjarnan
Hægra horn: Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram
Línumaður: Steinunn Björnsdóttir, Fram

Fyrri greinSelfoss í toppsætið eftir tæpan sigur
Næsta greinTómstundastyrkurinn hækkaður í 75 þúsund krónur