Aron Emil Gunnarsson, Golfklúbbi Selfoss, endaði í 3. sæti í sínum flokki á Tulip Challenge unglingamótinu sem fór fram í Hollandi dagana 18.-20. október.
Aron var einn sex íslenskra kylfinga sem tóku þátt í mótinu en mótið var hluti af Global Junior Golf mótaröðinni sem hefur meðal annars verið haldið hér á landi.
Aron lék hringina þrjá í mótinu samtals á höggi yfir pari og varð í 3. sæti í flokki 18 ára og yngri. Aron endaði höggi á eftir Florian Benner sem varð annar og sjö höggum á eftir heimamanninum Sjors Den Ambtman sem fagnaði öruggum sigri.