Artemisia fyrsta konan til að sigra

Úrslitin réðust í Meistaradeildinni í hestaíþróttum í Ölfushöllinni í kvöld. Artemisia Bertus varð fjórða í fimmgangskeppninni í kvöld og það dugði henni til sigurs.

Artemisia var jafnframt kosin Fagmannlegasti knapi deildarinnar 2012 en hann var kjörinn af áhorfendum, dómurum og stjórn deildarinnar.

Hún hlaut 48,5 stig í heildarstigakeppninni en næstur henni kom Jakob S Sigurðsson, Top Reiter / Ármót, varð annar í einstaklingskeppninni með 41 stig og þriðji varð Sigurbjörn Bárðarson, Lýsi, með 36 stig.

Eftir jafna og spennandi fimmgangskeppni í kvöld sigraði John Kristinn Sigurjónsson, Hrímni, á Konsert frá Korpu með einkunnina 7,43. Hann var níundi inn í úrslit og komst inn í úrslitin með því að verða efstur í B-úrslitum.

Viðar Ingólfsson, fyrirliði Hrímnisliðsins, varð annar á Má frá Feti með einkunnina 7,14. Þriðji var Elvar Þormarsson, Spónn.is, á Skugga frá Strandarhjáleigu með einkunnina 7,07, sömu einkunn og Artemisia.

Hér að neðan eru stig tíu efstu keppenda í deildinni.

Sæti Nafn Lið Samtals
1 Artemisia Bertus Hrímnir 48,5
2 Jakob S Sigurðsson Top Reiter / Ármót 41
3 Sigurbjörn Bárðarson Lýsi 36
4 John Kristinn Sigurjónsson Hrímnir 35
5 Sara Ástþórsdóttir Ganghestar / Málning 34
6 Sigurður Sigurðarson Lýsi 30
7 Elvar Þormarsson Spónn.is 24,5
8 Þorvaldur Árni Þorvaldsson Top Reiter / Ármót 22,5
9 Viðar Ingólfsson Hrímnir 20
10 Eyjólfur Þorsteinsson Lýsi 19
10 Hulda Gústafsdóttir Árbakki / Norður-Götur 19

Fyrri greinEva Dögg Ungfrú Suðurland 2012
Næsta grein„Skemmtilegt kvöld“