Á 17. júní hátíðarhöldum á Hvolsvelli var þeim heiðurshjónum Ástu Laufey Sigurðardóttur og Ólafi Elí Magnússyni veitt sérstök heiðursviðurkenning vegna framlags þeirra til íþrótta- og æskulýðsmála í sveitarfélaginu.
Þau Ásta Laufey og Ólafur hafa unnið ötullega að íþróttastarfi barna og ungmenna í Rangárþingi eystra og verið óþreytandi í að gefa tíma sinn til þessara málefna hvort sem það er í gegnum starf íþróttafélagsins Dímonar eða í gegnum íþróttakennslu hjá Ólafi.
Til að mynda hefur Íþróttaskóli Ólafs Elí fyrir tvo elstu árganga leikskólans verið í gangi á veturna í yfir 25 ár og fyrir þeirra tilstilli hafa íþróttir eins og frjálsar, blak, glíma og borðtennis náð góðum vinsældum meðal íbúa í Rangárþingi eystra.