Ásta Sól með rándýrt sigurmark

Ásta Sól Stefánsdóttir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Selfoss í knattspyrnu vann góðan sigur á Keflavík um síðustu helgi en karlaliðið fékk stóran skell gegn Gróttu.

Selfosskonur léku á útivelli gegn Keflavík í Faxaflóamótinu í Reykjaneshöllinni á laugardag og urðu lokatölur leiksins 0-1. Ásta Sól Stefánsdóttir skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik og var það af dýrari gerðinni. Þrumuskot utan af hægri vængnum upp í samskeytin fjær.

Karlaliðið mætti Gróttu á gervigrasvellinum á Seltjarnarnesi í Fotbolti.net mótinu á sunnudag. Það er skemmst frá því að segja að Selfyssingar biðu afhroð og töpuðu 7-0, en staðan í hálfleik var 2-0.

Fyrri greinFjaðrárgljúfur opnað á ný
Næsta greinFyrsti Sunnlendingur ársins er Selfyssingur