Atli Ævar bestur á Ragnarsmótinu

Atli Ævar Ingólfsson og félagar mæta Haukum í 32-liða úrslitum og FH í 16-liða úrslitum ef allt gengur upp. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ragnarsmóti karla í handbolta lauk í gær þar sem Haukar sigruðu Aftureldingu í úrslitaleik.

Venju samkvæmt eru veitt einstaklingsverðlaun og var dómnefnd mótsins að störfum fram á nótt. 

Atli Ævar Ingólfsson, leikmaður Selfoss, var valinn besti leikmaður mótsins, Tjörvi Þorgeirsson Haukum var besti sóknarmaðurinn og Adam Haukur Baumruk Haukum besti varnarmaðurinn. Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram, var valinn besti markmaðurinn og Guðmundur Árni Ólafsson, Aftureldingu, var markahæsti leikmaður mótsins með 19 mörk.

Ragnarsmóti kvenna lýkur annað kvöld með leik Selfoss og ÍR og verður hann í beinni útsendingu á Selfoss TV.

Fyrri greinHaukar sigruðu á Ragnarsmóti karla – Selfoss í 4. sæti
Næsta greinTöfrar Tokic kláruðu Kára