Stórskyttan Atli Kristinsson er úr leik það sem eftir lifir keppnistímabilsins í 1. deild karla í handbolta en hann sleit krossband í bikarleiknum gegn UMFA2 á mánudagskvöldið.
Atli fór í myndatöku í gær og fékk niðurstöðurnar í morgun en þær leiddu í ljós að um krossbandaslit var að ræða.
Ekki er ljóst hversu lengi Atli verður frá en hann fær að vita það fljótlega hvenær hann kemst í aðgerð.
Þetta er mikið áfall fyrir Selfyssinga en Atli var valinn besti sóknarmaðurinn í 1. deildinni í fyrra auk þess sem hann var markahæsti leikmaður deildarinnar.