Hrunamaðurinn Atli Örn Gunnarsson hefur skrifað undir 2 ára samning við körfuknattleiksdeild Breiðabliks og mun því leika með félaginu á næsta keppnistímabili.
Atli sem er uppalinn á Flúðum var aðalsprautan í liði Hrunamanna á síðasta vetri með tæp 20 stig að meðaltali í leik og rúm 9,5 fráköst. Atli Örn er um 197cm á hæð og kemur til með að styrkja Blika mikið.
Hjá Breiðablik hittir Atli Örn fyrir sveitunga sinn, Rúnar Pálmarsson, sem leikið hefur í Kópavoginum síðustu ár.