Stórir steinar, trjádrumbar og þungar sleggjur flugu um loftin blá á bökkum Ölfusár fyrir neðan Ölfusárbrú síðastliðinn laugardag.
Þar voru á ferðinni keppendur Hálandaleikanna sem jafnan eru haldnir á Selfossi um þetta leyti árs.
Keppni var hörð, en á endanum var það Heiðar Geirmundsson sem sigraði. Jafnir í öðru sæti voru þeir Svavar Sigursteinsson og Birgir Sólveigarson. Fjórða sætið féll í hendur Sebastian Heys frá Hollandi og í mmta sæti varða Rick Kramer frá USA.
Hollendingurinn Tommy De Bruin dæmdi mótið sem var haldið af Pétri Guðmundssyni.