Átök á Ölfusárbökkum

Stórir steinar, trjádrumbar og þungar sleggjur flugu um loftin blá á bökkum Ölfusár fyrir neðan Ölfusárbrú síðastliðinn laugardag.

Þar voru á ferðinni keppendur Hálandaleikanna sem jafnan eru haldnir á Selfossi um þetta leyti árs.

Keppni var hörð, en á endanum var það Heiðar Geirmundsson sem sigraði. Jafnir í öðru sæti voru þeir Svavar Sigursteinsson og Birgir Sólveigarson. Fjórða sætið féll í hendur Sebastian Heys frá Hollandi og í mmta sæti varða Rick Kramer frá USA.

Hollendingurinn Tommy De Bruin dæmdi mótið sem var haldið af Pétri Guðmundssyni.

Fyrri grein„Styrkur að spila ekki vel en vinna samt“
Næsta grein„Ég hefði svo sem ekki viljað hafa mig eða minn líka í vinnu!“