Héraðsmót í golfi fatlaðra var haldið á golfvellinum við Ljósafossvirkjun þann 29. ágúst síðastliðinn.
Keppendur voru átta og höfðu þeir allir æft golf í sumar undir stjórn Gylfa Sigurjónssonar.
Í kvennaflokki sigraði María Sigurjónsdóttir, Sigríður Erna Kristinsdóttir varð í 2. sæti og Telma Þöll Þorbjörnsdóttir þriðja.
Í karlaflokki sigraði Bjarni Friðrik Ófeigsson, í 2. sæti varð Eðvald Huginn Hólmarsson og í 3. sæti Reynir Ingólfsson.
Þetta er í annað skipti sem HSK heldur héraðsmót í golfi fatlaðra, en það var haldið í fyrsta skipti í fyrrasumar.