
Seinni umferðin í HSK móti kvenna í blaki fór fram á Laugarvatni í lok febrúar. Í ár tóku átta kvennalið þátt og var sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu margir nýliðar voru mættir til leiks.
Dímon/Hekla A hrepptu bikarinn í ár, en þess má geta að þær unnu allar hrinur mótsins.
Röð liða var eftirfarandi:
1. Dímon/Hekla A
2. Hrunakonur
3. Dímon/Hekla B
4. Hamar
5. UMFL A
6. UMFL B
7. Dímon/Hekla B
8. Hvöt