Átta iðkendur frá fimleikadeild Ungmennafélags Selfoss hafa verið valdir í landslið Íslands sem keppir á Evrópumeistaramóti í hópfimleikum sem haldið verður í Slóveníu í október.
Eva Grímsdóttir er í A landsliði kvenna. Eysteinn Máni Oddsson, Konráð Oddgeir Jóhannsson, Margrét Lúðvígsdóttir og Rikharð Atli Oddsson eru í A blönduðu liði. Í stúlknaliði eru Aníta Sól Tyrfingsdóttir og Júlíana Hjaltadóttir og í blönduðu liði unglinga er Hekla Björt Birkisdóttir.
Alls fara fjögur lið til keppninnar, tvö í hópi fullorðinna og tvö unglingalið.
Þetta er frábær árangur hjá fimleikafólkinu okkar og ljóst að Selfoss á mjög öfluga fimleikamenn í sínum hópi. Við óskum iðkendum til hamingju og hlökkum til að fylgjast með gengi þeirra í haust.