Fjórir atvinnumenn í knattspyrnu heimsóttu krakkana í Knattspyrnuskóla Umf. Selfoss í morgun, en allir eru þeir uppaldir hjá félaginu.
Þetta eru þeir Guðmundur Þórarinsson, leikmaður Sarpsborg 08, Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Viking í Stavangri, Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Vålerenga í Osló og Sindri Pálmason, leikmaður Esbjerg í Danmörku.
Þeir heilsuðu upp á krakkana, gáfu eiginhandaráritanir og góð ráð um það hvernig ná skuli árangri á knattspyrnuvellinum. Krakkarnir voru heldur betur ánægðir með heimsóknina og að fá að sjá þessar frábæru fyrirmyndir.