Þór Þorlákshöfn styrkti stöðu sína á toppi 1. deildar karla í körfubolta með 96-55 sigri á botnliði Hattar í dag.
Liðin mættust í Þorlákshöfn og heimamenn tóku leikinn strax í sínar hendur. Stðan í hálfleik var 55-21 og munurinn jókst enn frekar í seinni hálfleik.
Hjalti Valur Þorsteinsson var stigahæstur hjá Þór með 24 stig. Philip Perre skoraði 19 stig, Vladimir Bulut 16, Þorsteinn Már Ragnarsson 13 og Baldur Þór Ragnarsson 11.
Hjá Hetti var fyrrum Hamarsmaðurinn Viðar Örn Hafsteinsson stigahæstur með 14 stig og 11 fráköst.
Þór er á toppi deildarinnar með 8 stig eftir fjóra leiki. Nafnar þeirra frá Akureyri hafa sömuleiðis 8 stig en hafa leikið einum leik meira. Þar á eftir koma FSu og Skallagrímur með 6 stig.