Auðvelt hjá Hamri

Hamar átti ekki í neinum vandræðum með að leggja Ármenninga á útivelli í 1. deild karla í körfubolta í gærkvöldi. Hamar sigraði 65-106.

Hamar komst í 8-28 í 1. leikhluta og staðan í hálfleik var 30-52. Hvergerðingar voru værukærir í upphafi seinni hálfleiks og Ármenningar minnkuðu muninn í 14 stig, 44-58. Þá vöknuðu Hamarsmenn aftur og juku forskotið í 44-69.

Staðan var 52-80 að loknum 3. leikhluta og Hamar jók muninn um 13 stig í síðasta fjórðungnum.

Calvin Wooten var lang stigahæstur Hamarsmanna með 41 stig. Louie Kirkman skoraði 20, Halldór Gunnar Jónsson 12 og Ragnar Nathanaelsson 9 en Ragnar tók einnig 13 fráköst.

Fyrri greinÆtla að lækka skuldir um 800 milljónir
Næsta greinViðar með þrennu í öruggum sigri