Aukaspyrnumark Stjörnunnar skildi liðin að

Anna María Friðgeirsdóttir, fyrirliði Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss tapaði 1-0 þegar liðið mætti Stjörnunni í A-deild Lengjubikars kvenna í knattspyrnu í Kórnum í Kópavogi í kvöld.

Leikurinn einkenndist af stöðubaráttu á miðjunni en Stjörnukonur fengu hættulegri færi. Staðan var 0-0 í leikhléi en strax á 3. mínútu seinni hálfleiks skoraði Sigrún Ella Einarsdóttir mark fyrir Stjörnukonur beint úr aukaspyrnu og þar við sat.

Þetta var annar leikur Selfoss í Lengjubikarnum og liðið býður enn eftir fyrsta sigri sínum.

Fyrri greinFrístundastyrkurinn vel nýttur
Næsta greinSvæði við Skógafoss lokað