Þriðja umferð Íslandsmótsins í motocrossi fór fram í dag á Tungumelum í Mosfellsbæ. Umf. Selfoss sendi sjö keppendur til leiks sem allir enduðu ofarlega í sínum flokkum.
Í 85cc flokki varð Elmar Darri Vilhelmsson í þriðja sæti og Sindri Steinn Axelsson varð fjórði í sama flokki. Ármann Baldur Bragason lauk keppni í fjórða sæti í 85cc flokki yngri og Ólafur Atli Helgason varð annar í unglingaflokki yngri.
Gyða Dögg Hreiðarsdóttir endaði þriðja sæti í opnum flokki kvenna og faðir hennar, Heiðar Örn Sverrisson, varð annar í MX-40+ flokki. Axel Sigurðsson sigraði svo MX-B flokkinn með fullt hús stiga.
Næsta keppni í Íslandsmótinu fer fram á Akranesi þann 30. ágúst.
Keppnin í dag var haldin í blíðskaparveðri á Tungumelum en henni hafði verið frestað í gær vegna hvassviðris með öryggi keppenda að leiðarljósi.