Bæjarráð áhugasamt um fleiri landsmót

Bæjarráð Árborgar hefur áhuga á að nýta íþróttamannvirki sveitarfélagsins enn frekar til mótahalds í samstarfi við Ungmennafélag Íslands

Á bæjarráðsfundi í morgun urðu umræður um málið eftir að sveitarfélaginu barst erindi frá Ungmennafélagi Íslands vegna landsmóta á næstu árum þar sem auglýst er eftir umsóknum um að halda Landsmót UMFÍ 50+ árið 2015, Unglingalandsmót UMFÍ 2016 og Landsmót UMFÍ 2017 og 2021.

Bæjarráð fól íþrótta- og menningarnefnd að fjalla um málið.

Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Selfossi í fyrrasumar og 27. Landsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi í júlí í sumar.

Fyrri greinÁnægja með að fá gamla staðinn aftur
Næsta greinHljóp sitt hraðasta hlaup í ár