Bætti 32 ára gamalt héraðsmet

Ný og glæsileg frjálsíþróttahöll Hafnfirðinga var tekin formlega í notkun um síðustu helgi. Þann sama dag fór fram vígslumót hallarinnar og tóku nokkrir keppendur af sambandssvæði HSK þátt í mótinu.

Solveig Þóra Þorsteinsdóttir úr Umf. Þór vann langstökkið í flokki 12 ára stúlkna og setti um leið nýtt HSK met í langstökki 12 ára stúlkna innanhúss.

Solveig stökk lengst 4,54 metra og bætti þar með 32 ára gamalt HSK met Huldu Helgadóttur úr Umf. Hrunamanna um einn sentimetra.

Heildarúrslit mótsins má sjá á www.fri.is.

Fyrri greinEngin uppskera úr jöfnum leik
Næsta greinHringiða opnuð í Listasafninu