Í dag fór fram kynningarfundur Pepsi-deildanna í knattspyrnu og þar voru m.a. kynntar spár forráðamanna félaganna í deildunum.
Bæði karla- og kvennaliðum Selfoss er spáð falli en forráðamennirnir spá KR meistaratitlinum í karlaflokki og Breiðablik í kvennaflokki. Selfyssingar voru langneðstir á blaði í báðum spánum.
Breiðabliki er spáð sigri í Pepsi-deild kvenna en í karladeildinni er því spáð að KR verji titilinn.
Flautað verður til leiks í Pepsi-deild karla á sunnudaginn en Selfoss tekur á móti ÍBV í 1. umferð kl. 18 á Selfossvelli.
Pepsi-deild kvenna hefst hinsvegar sunnudaginn 13. maí en þá fer fram heil umferð. Selfoss tekur á móti KR í 1. umferð.