
Í dag var dregið í 8-liða úrslit bikarkeppni karla og kvenna í handbolta. Selfossliðin fengu bæði heimaleiki gegn sterkum andstæðingum.
Karlalið Selfoss dróst gegn Val í stórleik 8-liða úrslitanna og kvennaliðið dróst gegn bikarmeisturum Fram. Báðir leikirnir fara fram á Selfossi í kringum 18. febrúar.
Þau lið sem komast áfram úr þessari umferð komast í bikarvikuna í Laugardalshöll í byrjun mars.
Bikardrátturinn í heild sinni:
Kvennaflokkur
FH – Valur
ÍBV – KA/Þór
Haukar – Stjarnan
Selfoss – Fram
Karlaflokkur
Fjölnir – Þróttur
Afturelding – FH
ÍBV – ÍR
Selfoss – Valur