Barbára kom Blikum á bragðið

Magdalena Reimus í baráttunni um boltann í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss tók á móti Breiðabliki í deildarbikar kvenna í knattspyrnu á Selfossvelli í kvöld. Lokatölur urðu 0-4.

Blikar komust yfir strax á 7. mínútu þegar Barbára Sól Gísladóttir skoraði gegn uppeldisfélaginu en hún gekk í raðir Breiðabliks á dögunum. Það reyndist eina mark fyrri hálfleik.

Gestirnir voru mun sprækari í seinni hálfleik og komust snemma í 0-3. Fjórða og síðasta markið leit dagsins ljós korteri fyrir leikslok og þar við sat.

Breiðablik er í 2. sæti riðils-1 í A-deildinni með 6 stig en Selfoss á botninum án stiga.

Fyrri greinEkki ferðir til fjár hjá sunnlensku liðunum
Næsta greinBikarinn á loft í Set-höllinni