Barbára Sól Gísladóttir var áfram á skotskónum þegar U19 ára landslið Íslands í knattspyrnu vann auðveldan sigur á Ítalíu á æfingamóti á La Manga á Spáni.
Lokatölur urðu 7-1 en ins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir íslenska liðsins miklir í leiknum.
Staðan var 2-1 í hálfleik en þriðja mark Íslands kom strax í byrjun seinni hálfleiks og Barbára skoraði svo fjórða markið á 52. mínútu.
Auk Barbáru skoruðu Karen María Sigurgeirsdóttir (2), Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (2), Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir og Linda Líf Boama fyrir Ísland.
Þetta var annar leikur íslenska liðsins í þessu verkefni, en 4-1 sigur vannst á Sviss í fyrsta leik. Síðasti leikurinn er gegn Þýskalandi á mánudag.