Þorlákshafnarbúinn Benedikt Guðmundsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari landsliðs kvenna í körfubolta til næstu fjögurra ára.
Hann tekur við starfinu af Ívari Ásgrímsyni sem lét af störfum í lok nóvember eftir undankeppnin fyrir EM2019, sem fram fer í sumar, var lokið.
Benedikt hefur mikla reynslu af þjálfun bæði hjá félagsliðum og landsliðum KKÍ. Hann hefur þjálfað lið í efstu deildum karla og kvenna en hann er þjálfari kvennaliðs KR um þessar mundir. Þá hefur Benedikt á undanförnum árum þjálfað yngri lið KKÍ á NM og EM með góðum árangri. Þá var Benedikt einnig aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla á sínum tíma í um tvö ár.
Framundan er undankeppni fyrir EuroBasket 2021 sem hefst næsta haust sem og Smáþjóðaleikar í lok maí á þessu ári á vegum ÍSÍ en þar mun Íslands eiga tvö lið í keppni. Undankeppni EM hefst svo í nóvember 2019 og verður haldið áfram í nóvember 2020 og febrúar 2021. Dregið verður í riðla í sumar eftir EM 2019.