Á lokahófi Júdósambands Íslands um seinustu helgi var Selfyssingnum Bergi Pálssyni veitt gullmerki JSÍ fyrir áratugastörf í þágu júdóíþróttarinnar.
Bergur er sextándi einstaklingurinn sem sæmdur er gullmerki JSÍ.
Annar Selfyssingur, Garðar Skaftason 3. dan, var í hópi sex einstaklinga sem hlutu heiðursgráðun vegna tilnefninga frá klúbbunum.
Þormóður Jónsson var valinn júdómaður ársins og Hjördís Ólafsdóttir júdókona árins en þau keppa bæði fyrir JR.
Júdósambandið valdi þau Ægi Baldvinsson UMFN og Draupniskonuna Bereniku Bernard sem efnilegasta júdófólk ársins en þau hafa verið framarlega á flestum mótum innanlands á árinu.