Ísland varð í 4. sæti í úrslitakeppni Evrópumóts U17 ára kvenna eftir 8-2 tap gegn Þýskalandi í dag. Tveir Selfyssingar eru í liðinu.
Á föstudag lék Ísland undanúrslitaleik gegn Spánverjum og tapaði 4-0. Það var því hlutskipti liðsins að leika um þriðja sætið gegn Þjóðverjum í dag þar sem þýska liðið var mun sterkara.
Guðrún Arnarsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir voru í byrjunarliði Íslands í báðum leikjunum.
Þrátt fyrir slæm úrslit á mótinu hefur liðið náð frábærum árangri með því að komast í úrslitakeppnina en þegtta er besti árangur sem íslenskt lið hefur náð á alþjóðavettvangi.