Deildarkeppninni í úrvalsdeild kvenna í handbolta lauk í kvöld. Selfoss fékk Fram í heimsókn í leik þar sem einungis var spilað upp á heiðurinn. Fram sigraði örugglega að lokum, 28-34.
Selfoss endaði í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar sem er besti árangur kvennaliðs Selfoss í sögu félagsins. Nú tekur við úrslitakeppni þar sem Selfoss byrjar á að mæta ÍR en úrslitakeppnin hefst um miðjan mánuðinn.
Leikurinn í kvöld var jafn fyrstu tíu mínúturnar en þá tók Fram af skarið og náði fjögurra marka forskoti. Selfoss minnkaði muninn niður í eitt mark og staðan var 14-16 í hálfleik.
Fram byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og náði að byggja upp fimm marka forystu. Selfoss náði að saxa muninn vel niður í kjölfarið en gestirnir voru sterkari á lokakaflanum og sigur þeirra var aldrei í hættu.
Katla María Magnúsdóttir var markahæst Selfyssinga með 7 mörk, Hulda Dís Þrastardóttir skoraði 6/3, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 5, Eva Lind Tyrfingsdóttir 4, Harpa Valey Gylfadóttir og Hulda Hrönn Bragadóttir 2 og þær Arna Kristín Einarsdóttir og Inga Sól Björnsdóttir skoruðu sitt markið hvor.
Ágústa Tanja Jóhannsdóttir varði 6 skot í marki Selfoss í kvöld og var með 19% markvörslu.