Bikar til Flóaskóla í fyrsta sinn

Stelpurnar úr Flóaskóla í 5. – 7. bekk. Ljósmynd/Engilbert Olgeirsson

Grunnskólamót HSK í glímu 2019 fór fram miðvikudaginn 12. febrúar í íþróttahúsinu á Hvolsvelli. Hvolsskóli sigraði í þremur flokkum af fjórum en Flóaskóli hampaði einum bikar í fyrsta sinn.

Alls mættu 64 þátttakendur frá fimm grunnskólum á mótið og keppt var á þremur dýnulögðum völlum samtímis. Skein bæði kapp og gleði af kraftmiklum keppendahópnum.

Í stigakeppni milli skóla sigruðu heimamenn í Hvolsskóla í þremur flokkum af fjórum en þau tíðindi urðu í flokki stelpna í 5.-7. bekk að Flóaskóli hampaði sínum fyrsta sigri í stigakeppni mótsins frá upphafi.

Stigakeppni skóla
Stigakeppni skóla er í fjórum flokkum og er veittur bikar fyrir sigur í hverjum flokki.

5.-7. bekkur stráka   stig
1. Hvolsskóli                19*
2. Bláskógaskóli           19
3. Flóaskóli                  11
*Hvolsskóli sigrar flokkinn vegna fleiri unnina gullverðlauna.

5.-7. bekkur stelpna    stig
1. Flóaskóli                    18,5
2. Hvolsskóli                  15,5
3. Bláskógaskóli             11,5
4. Laugalandsskóli           4,5

8.-10. bekkur drengja    stig
1. Hvolsskóli                     22
2. Bláskógaskóli                14

8.-10. bekkur stúlkna    stig
1. Hvolsskóli                     21
2. Bláskógaskóli                 8
3. Sunnulækjarskóli           5,5
4. Flóaskóli                        5

Mótsstjóri var Engilbert Olgeirsson framkvæmdastjóri HSK og dómarar og annað starfsfólk mótsins kom úr röðum HSK.

Fyrri greinSkaftárhreppur skoðar svæði fyrir skógrækt og landgræðslu
Næsta grein„Höfum heyrt að fólkið í Þorlákshöfn sé frábært“