Nú fer að líða að Bikarglímu Íslands ásamt Bikarglímu 16 ára og yngri en mótin fara fram í íþróttamiðstöð Hvolsvallar laugardaginn 19. febrúar. Keppni hefst í Bikarglímu 16 ára og yngri kl. 11 en keppni á Bikarglímu Íslands kl. 14.
Keppt er í aldursflokkum í barnaflokkum, þ.e.a.s. hvert fæðingarár fyrir sig frá 11 til 16 ára aldurs.
Á Bikarglímu Íslands er keppt í eftirfarandi flokkum:
Unglingar kk 17-20 ára: -80 kg og +80 kg
Karlar 21 árs og eldri: -80 kg, -90 kg, +90 kg og opinn flokkur
Konur 17 ára og eldri: -65 kg, +65kg og opinn flokkur
Keppendum er heimilt að keppa í tveimur flokkum en unglingum er heimilt að keppa í einum fullorðinsflokki.
Skráningafrestur er til föstudagsins 11. febrúar nk.