Um helgina hefst keppni í 32-liða úrslitum Powerade bikars karla í körfubolta. Fjögur sunnlensk lið eiga leiki um helgina.
Hæst ber að nefna leik 2. deildarliðs Hrunamanna gegn Íslandsmeisturum KR í íþróttahúsinu á Flúðum. Dagskráin á Flúðum hefst kl. 12 með skemmtilegum skotleikjum með leikmönnum Hrunamanna og KR auk þess sem áhugasamir geta fengið myndir af sér með landsliðsmönnum og öðrum leikmönnum KR. Leikurinn sjálfur hefst svo kl. 14.
Kl. 16:30 á laugardag heimsækir Hamar 2. deildarlið Álftaness og kl. 19:15 á sunnudag heimsækir Þór Þorlákshöfn KFÍ á Ísafirði.
Síðasti sunnlenski leikur umferðarinnar er svo á mánudagskvöld í Iðu á Selfossi kl. 19:15 þegar FSu tekur á móti úrvalsdeildarliði Keflavíkur.
Dregið verður í 16-liða úrslit hjá körlum og konum þriðjudaginn 4. nóvember.