Bikarleikur til styrktar Gígju

Gígja er 11 ára handboltastelpa á Selfossi.

Kvennalið Selfoss í handbolta tekur á móti KA/Þór í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í handbolta í Hleðsluhöllinni á Selfossi miðvikudaginn 6. nóvember kl. 19:30.

KA/Þór situr í 4. sæti í úrvalsdeildinni en Selfyssingar hafa verið á góðu skriði í 1. deildinni undanfarið. En í bikarnum skiptir staðan í deildarkeppninni engu máli og allt getur gerst!

Leikurinn er til styrktar Gígju Ingvarsdóttur og fjölskyldu hennar. Gígja er 11 ára handboltaiðkandi og ofurhetja á Selfossi sem er að berjast við krabbamein. Miðaverð á leikinn er 1.000 krónur eða frjáls framlög og rennur allur aðgangseyrir af leiknum til fjölskyldu Gígju.

Handknattleiksdeildin vill einnig vekja athygli á styrktarreikningi fjölskyldunnar, 0123-15-203456, kt. 110380-5189.

Það verður rjúkandi kaffi og nammi í sjoppunni. Handbolti og góð skemmtun í fyrirrúmi. Allir Selfyssingar og áhugafólk um handbolta er hvatt til þess að kíkja á bikarleik og styðja gott málefni í leiðinni.

Fyrri greinGarðyrkjan mikilvægust á Suðurlandi
Næsta greinLokatónleikar Söngs og sagna á Suðurlandi